Fjölnir vildi ekki taka upp nafn Fram - viðræðum slitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2008 15:36 Úr leik Fram og Fjölnis í sumar. Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum." Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum."
Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13