Stórtap hjá AMR 17. apríl 2008 09:54 Við eitt innritunarborða AMR. Mynd/AFP Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira