Stórtap hjá AMR 17. apríl 2008 09:54 Við eitt innritunarborða AMR. Mynd/AFP Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira