Emil: Skal skrifa undir á morgun ef þetta er satt Elvar Geir Magnússon skrifar 5. júní 2008 11:27 Emil Hallfreðsson í leik með Reggina. Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er orðaður við Lazio í ítölskum fjölmiðlum. Emil og félagar í Reggina héldu sæti sínu í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili. „Þú ert eiginlega bara fyrsti maðurinn sem segir mér þetta. En það er gaman að vera orðaður við lið eins og Lazio og ef þetta er satt þá skal ég skrifa undir á morgun," sagði Emil léttur í bragði þegar blaðamaður Vísis náði á hann. „Annars er ég bara í rólegheitum og er ekkert að æsa mig yfir þessu. Ég er í fríi og bíð bara rólegur eftir því hvað gerist. Það eru umboðsmenn að skoða þessi mál fyrir mig," sagði Emil. Hann útilokar ekki að vera áfram hjá Reggina. „Það gæti alveg verið að ég yrði áfram hjá Reggina. Ég útiloka það ekki. Annars var ég að skoða heimasíðuna þeirra og ef ég var að skilja ítölskuna rétt þá verður þjálfarinn áfram. Eftir að hann tók við fékk ég fá tækifæri svo það minnkar líkurnar á því að ég verði áfram ef hann verður," sagði Emil. „Ég er ánægður með mína frammistöðu með Reggina og tel mig hafa átt fullt af góðum leikjum. Það er því mjög gaman að vera orðaður við lið eins og Lazio," sagði Emil en talið er að Lazio sé að undirbúa tilboð í hann. Einnig hefur Emil verið orðaður við Napoli. „Mér líður vel á Ítalíu og vil gjarnan vera áfram hér. Ég er að læra ítölskuna betur og komast í menninguna," sagði Emil. Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson er orðaður við Lazio í ítölskum fjölmiðlum. Emil og félagar í Reggina héldu sæti sínu í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili. „Þú ert eiginlega bara fyrsti maðurinn sem segir mér þetta. En það er gaman að vera orðaður við lið eins og Lazio og ef þetta er satt þá skal ég skrifa undir á morgun," sagði Emil léttur í bragði þegar blaðamaður Vísis náði á hann. „Annars er ég bara í rólegheitum og er ekkert að æsa mig yfir þessu. Ég er í fríi og bíð bara rólegur eftir því hvað gerist. Það eru umboðsmenn að skoða þessi mál fyrir mig," sagði Emil. Hann útilokar ekki að vera áfram hjá Reggina. „Það gæti alveg verið að ég yrði áfram hjá Reggina. Ég útiloka það ekki. Annars var ég að skoða heimasíðuna þeirra og ef ég var að skilja ítölskuna rétt þá verður þjálfarinn áfram. Eftir að hann tók við fékk ég fá tækifæri svo það minnkar líkurnar á því að ég verði áfram ef hann verður," sagði Emil. „Ég er ánægður með mína frammistöðu með Reggina og tel mig hafa átt fullt af góðum leikjum. Það er því mjög gaman að vera orðaður við lið eins og Lazio," sagði Emil en talið er að Lazio sé að undirbúa tilboð í hann. Einnig hefur Emil verið orðaður við Napoli. „Mér líður vel á Ítalíu og vil gjarnan vera áfram hér. Ég er að læra ítölskuna betur og komast í menninguna," sagði Emil.
Ítalski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira