Bankahólfið: Stærsta lán allra tíma 28. maí 2008 00:01 Davíð Oddsson seðlabankastjóri Fregnum af útspilum stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi hefur verið vel tekið á markaði; fyrst gjaldeyrisskiptasamningum við þrjá norræna seðlabanka og nú síðast lagafrumvarpi fjármálaráðherra um heimild ríkissjóðs til að taka allt að 500 milljarða króna að láni í útlöndum í því skyni að efla gjaldeyrisforðann. Yrði slík heimild fullnýtt væri um stærstu erlendu lántöku Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna. Eins og skýrt var frá í þessum dálki í síðustu viku er einnig talið að samkomulag sé í höfn við finnska seðlabankann um álíka gjaldeyrisskiptasamning og gerður var við hina frændur vora, auk þess sem rætt hefur verið við Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna …Allt í allt þúsund milljarðar?Seðlabanki Íslands. seðlabankinnTelja má líklegt að forða Seðlabankans, með lánalínum, skiptasamningum og beinu reiðufé, megi mæla í allt að eitt þúsund milljörðum þegar útspil stjórnvalda og Seðlabankans verða að fullu komin til framkvæmda. Það er umtalsverð aukning frá forða upp á sjö milljarða, sem Seðlabankinn réð yfir árið 2001.Þúsund milljarðar munu auk þess vera nálægt þeirri upphæð sem forkólfar viðskiptalífsins höfðu tjáð forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gæti verið nægilega há fjárhæð til að efla að nýju trúna á íslenska fjármálakerfið og stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara …Hvar Davíð keypti öliðInnan stjórnkerfisins er almennt talið að ekki megi vanmeta þátt Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið. Hjólin hafi farið að snúast af alvöru þegar Davíð fór að beita sér persónulega í viðræðum við erlenda kollega sína og munu sambönd hans úr heimi stjórnmálanna og úr forsætisráðuneytinu ekki hafa spillt fyrir í þeim efnum … Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira
Fregnum af útspilum stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi hefur verið vel tekið á markaði; fyrst gjaldeyrisskiptasamningum við þrjá norræna seðlabanka og nú síðast lagafrumvarpi fjármálaráðherra um heimild ríkissjóðs til að taka allt að 500 milljarða króna að láni í útlöndum í því skyni að efla gjaldeyrisforðann. Yrði slík heimild fullnýtt væri um stærstu erlendu lántöku Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna. Eins og skýrt var frá í þessum dálki í síðustu viku er einnig talið að samkomulag sé í höfn við finnska seðlabankann um álíka gjaldeyrisskiptasamning og gerður var við hina frændur vora, auk þess sem rætt hefur verið við Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna …Allt í allt þúsund milljarðar?Seðlabanki Íslands. seðlabankinnTelja má líklegt að forða Seðlabankans, með lánalínum, skiptasamningum og beinu reiðufé, megi mæla í allt að eitt þúsund milljörðum þegar útspil stjórnvalda og Seðlabankans verða að fullu komin til framkvæmda. Það er umtalsverð aukning frá forða upp á sjö milljarða, sem Seðlabankinn réð yfir árið 2001.Þúsund milljarðar munu auk þess vera nálægt þeirri upphæð sem forkólfar viðskiptalífsins höfðu tjáð forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gæti verið nægilega há fjárhæð til að efla að nýju trúna á íslenska fjármálakerfið og stöðu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara …Hvar Davíð keypti öliðInnan stjórnkerfisins er almennt talið að ekki megi vanmeta þátt Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans, í þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið. Hjólin hafi farið að snúast af alvöru þegar Davíð fór að beita sér persónulega í viðræðum við erlenda kollega sína og munu sambönd hans úr heimi stjórnmálanna og úr forsætisráðuneytinu ekki hafa spillt fyrir í þeim efnum …
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Sjá meira