Inter gerði markalaust jafntefli í sínum öðrum leik í röð er heil umferð fór fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Inter gerði jafntefli við Genoa á heimavelli um síðustu helgi og gegn Fiorentina á útivelli í kvöld. Liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar og hefur misst AC Milan fram úr sér.
AC Milan vann 2-1 sigur á Siena í kvöld með mörkum Filippo Inzaghi og Kaka.
Udinese og Napoli eru á toppi deildarinnar með 20 stig, einu meira en AC Milan og tveimur meira en Inter. Udinese vann Catania á útivelli í kvöld, 2-0, og Napoli vann 3-0 sigur á Reggina.
Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í liði Reggina í kvöld.
Úrslit kvöldsins:
AC Milan - Siena 2-1
Bologna - Juventus 1-2
Catania - Udinese 0-2
Chievo - Lazio 1-2
Fiorentina - Inter 0-0
Genoa - Cagliari 2-1
Lecce - Palermo 1-1
Napoli - Reggina 3-0
Roma - Sampdoria 0-0
Torino - Atalanta 2-1