Hljómsveitin Guitar Islancio fagnar tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Salnum í Kópavogi á föstudag. Á þessum tíu árum hefur sveitin gefið út fimm plötur og leikið á tónleikum víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kína, Japan og Þýskalandi.
í sveitinni eru Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson.
Verða nokkur af þekktustu lögum Gunnars á efnisskrá afmælistónleikanna, meðal annars Gaggó Vest, Harðsnúna Hanna og Ástarsæla. Einnig flytur sveitin nýtt efni í bland við eldra á tónleikunum, sem hefjast klukkan 21.00.