Stímfjárfestar tapa hundruðum milljóna 2. desember 2008 18:45 Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver. Stím málið Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fjárfestarnir sem lögðu út í Stím ævintýrið hafa hver um sig tapað hundruðum milljóna króna. Hlutahafahópur Stíms samanstendur af þremur vestfirskum vinum, föður eins þeirra og þremur fjármálafyrirtækjum. Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður Stíms, birti í yfirlýsingu sinni hluthafalista félagsins. Stærsti eigandi félagsins er félag stofnað af gamla Glitni sem á 32,5%. Gunnar Torfason, kunningi Jakobs Valgeirs og sjávarútvegsfræðingur, athafnamaður og fjárfestir átti 15 prósent. SPV fjárfesting hf, félag í eigu Byrs, átti 10% en einn af stærstu hluthöfum Byrs er Glitnir. BLÓ ehf á þá 10% hlut í Stím en það félag er að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar. Hann seldi Frumherja í byrjun árs 2007 til félags í eigu Finns Ingólfssonar. Ofjarl á einnig 10% en eigendur þess félags er Jakob Valgeir Flosason og Ástmar Ingvarsson. Jakob Valgeir er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs á Bolungarvík. Ástmar er eigandi bílasölunnar Bílaborgar í Reykjavík. Auk þess eiga Jakob Valgeir og Ástmar 2,5 prósent í Stím hvor. Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingarbanka eiga 8,75% og Saga Capital á sjálfur á 6,25%. Það félag á einnig tæpt prósent í Byr. Að síðustu á Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Jakobs Valgeirs, 2,5 prósent. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu þessir fjárfestar fram 5 milljarða í eigið fé í viðskiptum Stíms. Félagið keypti hlutabréf í Glitni og FL Group. Reyndar hefur stærsti hluti bréfanna í FL og Glitni verið seldur en Stím átti 0,66% hlut þegar FL var afskráð og 0,87% hlut í Glitni þegar bankinn var þjóðnýttur. Ljóst er að þeir fjárfestar sem tóku þátt í Stím ævintýrinu hafa tapað hundruðum milljóna hver. Félagið sem var stofnað af gamla Glitni hefur tapað um 1,6 milljarði, Gunnar Torfason 750 milljónum, SPV, BLÓ og Ofjarl 500 milljónum hvert, viðskiptavinir Saga Capital rúmum 437 milljörðum, Saga Capital rúmum 312, Ástmar og feðgarnir Jakob Valgeir og Flosi Jakob 125 milljónum hver.
Stím málið Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira