Fótbolti

Mourinho: Hrokinn verndar leikmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Inter.
Jose Mourinho, stjóri Inter. Nordic Photos / AFP
Jose Mourinho segir að hrokafull hegðun sín gagnvart fjölmiðlamönnum verndi leikmenn sína - þannig eigi það að vera.

Mourinho er stjóri Inter á Ítalíu og hefur nokkuð verið gagnrýndur að undanförnu eftir að liðið tapaði fyrir AC Milan um síðustu helgi og gerði svo jafntefli við Werder Bremen í Meistaradeildinni í vikunni.

„Öllum er frjálst að túlka atburðina en það skal enginn búast við því að ég fari að gagnrýna mína leikmenn í fjölmiðlum. Það myndi ég aldrei gera. Ég fer ekki í felur eftir að liðið tapar eða gerir jafntefli. Ég vil að leikmönnum mínum finnst að þeir séu verndaðir því að það þarf fyrst að fara í gegnum mig. Ég er hrokafulli og óviðkunnalegi þjálfarinn sem er ekki starfi sínu vaxinn. Það er jákvætt fyrir okkur," sagði Mourinho.

Á þriðjudaginn var Mourinho spurður mikið um leikinn gegn AC Milan. Einn blaðamaðurinn sagðist gjarnan vilja hjálpa honum við valið á byrjunarliðinu ef hann fengi hluta af þeim níu milljónum evra sem hann er sagður fá í árslaun.

Mourinho var ekki fátt á svörum. „Það eru ellefu milljónir og alls fæ ég fjórtán ef auglýsingatekjur eru taldar með," svaraði hann um hæl.

Inter gaf út yfirlýsingu í kjölfarið sem sagði að áðurnefndar tölur væru ekki réttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×