Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn er mætir Grikkjum í undakeppni EM kvenna 2009 á Laugardalsvellinum á morgun.
Ein breyting er á hópnum frá því í síðasta leik, Dóra Stefánsdóttir kemur inn í hópinn í stað Pálu Marie Einarsdóttur.
Leikurinn á morgun hefst kl. 16:30 en hann er síðasti heimaleikur stelpnanna í þessari undankeppni. Hér að neðan má sjá hópinn fyrir morgundaginn.
Markverðir:
Þóra B. Helgadóttir, Anderlecht
Sandra Sigurðardóttir, Stjarnan
Aðrir leikmenn:
Katrín Jónsdóttir, Valur
Edda Garðarsdóttir, KR
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR
Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur
Dóra María Lárusdóttir, Valur
Dóra Stefánsdóttir, Malmö
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR
Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad
Ásta Árnadóttir, Valur
Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðablik
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, KR
Katrín Ómarsdóttir, KR
Embla Grétardóttir, KR
Sara Björk Gunnarsdóttir, Haukar
Sif Atladóttir, Valur
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA