Frábærar viðtökur í New York 13. október 2008 06:15 Ólöf Arnalds á tónleikum sínum í klúbbnum Le Poisson Rouge í New York. Ferð hennar til borgarinnar heppnaðist einkar vel. MYND/Gabi Porter Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíð á vegum útvarpsstöðvarinnar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plötum sínum Sería og Við og við. Uppselt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vefmiðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ólöf Arnalds spilaði nýverið á þrennum tónleikum í New York. Tónlistarsjóðurinn Kraumur og íslenski konsúllinn í New York lögðu Ólöfu lið og ferðin tókst með eindæmum vel. Fyrstu tónleikarnir voru á tónlistarhátíð á vegum útvarpsstöðvarinnar East Village Radio þar sem Boris og Mark Ronson komu einnig fram. Næst spilaði Ólöf í tónlistarklúbbnum Le Poisson Rouge með Skúla Sverrissyni og fluttu þau lög af plötum sínum Sería og Við og við. Uppselt var á tónleikana og fengu þeir frábæra dóma á hinum ýmsu vefmiðlum og bloggsíðum. Hinn virti útvarpsmaður John Shaefer á WNYC gerði plötum Ólafar og Skúla jafnframt hátt undir höfði og lýsti yfir áhuga á að bjóða Ólöfu í einn af þáttum sínum, New Sounds, þar sem upprennandi tónlistarmenn eru kynntir til sögunnar. Lokatónleika ferðalagsins hélt Ólöf með Sam Amidon og Kríu Brekkan. Hlutu þeir mjög góða dóma í Paste Magazine, sem hafði áður valið Við og við í 38. sæti af hundrað bestu plötum síðasta árs. Ólöf Arnalds vinnur nú að næstu plötu auk þess sem hún mun spila á Womex-heimstónlistarhátíðinni sem verður haldin í Sevilla um næstu mánaðamót. Verður hún fyrsti íslenski tónlistarmaðurinn til að spila á hátíðinni.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira