Tjáir sig um plötu Radiohead 14. október 2008 05:30 jane dyball Dyball mun greina frá mikilvægum upplýsingum varðandi útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control. Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Jane Dyball, sem er háttsett hjá útgáfufyrirtæki Radiohead, Warner Chapell Music, hefur í hyggju að greina frá nýjum upplýsingum um útgáfu plötunnar In Rainbows á ráðstefnunni You Are In Control, sem hefst á Íslandi á morgun. Mikil leynd hefur hvílt yfir útgáfu þessarar nýjustu plötu Radiohead, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hefur í raun selst. Platan var gefin út á netinu í lok síðasta árs og gátu aðdáendur sveitarinnar ráðið því hvort þeir borguðu fyrir hana, sem var algjör nýlunda á þeim tíma. Uppátækið vakti gríðarlega athygli á plötunni og er Dyball talin hafa átt hvað mestan heiðurinn að því. Að sögn Hauks S. Magnússonar, sem undirbýr ráðstefnuna, standa nú yfir samningaviðræður á milli Dyball og Warner Chappell Music um það hversu mikið hún má segja á ráðstefnunni. „Fólk hefur haft áhuga á að frétta hvernig að þessu var staðið," segir Haukur um In Rainbows-plötuna. „Hún ætlar að uppljóstra nýjum upplýsingum í ávarpi sínu á miðvikudaginn og það hefur rignt yfir okkur fyrirspurnum frá erlendu miðlunum sem ætla að gera þessu skil." Um tvö til þrjú hundruð manns eru væntanlegir á ráðstefnuna, sem verður haldin á Hótel Sögu. Með ráðstefnunni vill Útflutningsráð íslenskrar tónlistar vekja athygli á nýjum viðskiptaháttum og miðlun á hvers kyns menningarefni. - fb
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira