Margrét Lára Viðarsdóttir mun leika með Val á komandi sumri í Landsbankadeild kvenna. Þetta kemur fram á Fótbolta.net en Margrét hafði sett stefnuna á að halda í atvinnumennsku erlendis.
Margrét er íþróttamaður ársins 2007 en hún skoraði 38 mörk í 16 leikjum fyrir Val sem varð Íslandsmeistari í fyrra. Hún segist reikna með að þetta verði hennar síðasta ár hér á landi.