Ragna Ingólfsdóttir og Helgi Jóhannesson úr BTR urðu í dag Íslandsmeistarar í einliðaleik í badminton.
Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill Rögnu í röð en Helgi var að vinna í karlaflokki í þriðja sinn. Ragna lagði Söru Jónsdóttur í úrslitaleik í kvennaflokki en Helgi vann sigur á Magnúsi Inga Helgasyni í karlaflokki.
Ragna og Helgi kepptu ekki saman í tvenndarleiknum vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá Rögnu.