Moss Bros fer úr hagnaði í tap 3. apríl 2008 09:41 Maður í fötum frá Moss Bros. Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,1 milljónum punda í hitteðfyrra. Vöxtur var enginn í undirliggjandi starfsemi verslunarinnar á tímabilinu . Á fyrstu vikum ársins nemur vöxturinn hins vegar 0,9 prósentum, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Í tilkynningunni segir að afkoman sé í takti við væntingar stjórnenda og endurspegli hún erfiðar aðstæður í breskri smásöluverslun nú um stundir. Bæði hafi dregið úr tekjum með sölu á herrafatnaði auk þess sem hækkun raforkuverðs og fleiri slíkir þættir sem kallað hafi á aukin útgjöld hafi sett skarð í afkomuna. Árið verður krefjandi, að mati stjórnenda. Baugur gerði í enda febrúar yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 42 pens á hlut og hefur félagið rýnt í bækur verslunarinnar. Gengi bréfa í Moss Bros hefur hækkað um ellefu prósent síðan þá og stendur í 46,75 pensum á hlut. Verslunin hefur ákveðið að greiða ekki út arð á meðan yfirtökutilboðið er í gildi. Reiknað var með því að arðurinn gæti numið hálfu pensi á hlut. Hins vegar verði 1,3 pens á hlut greidd út verði gengið að yfirtökutilboði Baugs. Til samanburðar nam arðgreiðsla Moss Bros 1,8 pensum á hlut til hluthafa í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,1 milljónum punda í hitteðfyrra. Vöxtur var enginn í undirliggjandi starfsemi verslunarinnar á tímabilinu . Á fyrstu vikum ársins nemur vöxturinn hins vegar 0,9 prósentum, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Í tilkynningunni segir að afkoman sé í takti við væntingar stjórnenda og endurspegli hún erfiðar aðstæður í breskri smásöluverslun nú um stundir. Bæði hafi dregið úr tekjum með sölu á herrafatnaði auk þess sem hækkun raforkuverðs og fleiri slíkir þættir sem kallað hafi á aukin útgjöld hafi sett skarð í afkomuna. Árið verður krefjandi, að mati stjórnenda. Baugur gerði í enda febrúar yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 42 pens á hlut og hefur félagið rýnt í bækur verslunarinnar. Gengi bréfa í Moss Bros hefur hækkað um ellefu prósent síðan þá og stendur í 46,75 pensum á hlut. Verslunin hefur ákveðið að greiða ekki út arð á meðan yfirtökutilboðið er í gildi. Reiknað var með því að arðurinn gæti numið hálfu pensi á hlut. Hins vegar verði 1,3 pens á hlut greidd út verði gengið að yfirtökutilboði Baugs. Til samanburðar nam arðgreiðsla Moss Bros 1,8 pensum á hlut til hluthafa í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira