Moss Bros fer úr hagnaði í tap 3. apríl 2008 09:41 Maður í fötum frá Moss Bros. Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,1 milljónum punda í hitteðfyrra. Vöxtur var enginn í undirliggjandi starfsemi verslunarinnar á tímabilinu . Á fyrstu vikum ársins nemur vöxturinn hins vegar 0,9 prósentum, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Í tilkynningunni segir að afkoman sé í takti við væntingar stjórnenda og endurspegli hún erfiðar aðstæður í breskri smásöluverslun nú um stundir. Bæði hafi dregið úr tekjum með sölu á herrafatnaði auk þess sem hækkun raforkuverðs og fleiri slíkir þættir sem kallað hafi á aukin útgjöld hafi sett skarð í afkomuna. Árið verður krefjandi, að mati stjórnenda. Baugur gerði í enda febrúar yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 42 pens á hlut og hefur félagið rýnt í bækur verslunarinnar. Gengi bréfa í Moss Bros hefur hækkað um ellefu prósent síðan þá og stendur í 46,75 pensum á hlut. Verslunin hefur ákveðið að greiða ekki út arð á meðan yfirtökutilboðið er í gildi. Reiknað var með því að arðurinn gæti numið hálfu pensi á hlut. Hins vegar verði 1,3 pens á hlut greidd út verði gengið að yfirtökutilboði Baugs. Til samanburðar nam arðgreiðsla Moss Bros 1,8 pensum á hlut til hluthafa í fyrra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska herrafataverslunin Moss Bros tapaði 1,4 milljónum punda, jafnvirði rúmra 207 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,1 milljónum punda í hitteðfyrra. Vöxtur var enginn í undirliggjandi starfsemi verslunarinnar á tímabilinu . Á fyrstu vikum ársins nemur vöxturinn hins vegar 0,9 prósentum, samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Í tilkynningunni segir að afkoman sé í takti við væntingar stjórnenda og endurspegli hún erfiðar aðstæður í breskri smásöluverslun nú um stundir. Bæði hafi dregið úr tekjum með sölu á herrafatnaði auk þess sem hækkun raforkuverðs og fleiri slíkir þættir sem kallað hafi á aukin útgjöld hafi sett skarð í afkomuna. Árið verður krefjandi, að mati stjórnenda. Baugur gerði í enda febrúar yfirtökutilboð í Moss Bros upp á 42 pens á hlut og hefur félagið rýnt í bækur verslunarinnar. Gengi bréfa í Moss Bros hefur hækkað um ellefu prósent síðan þá og stendur í 46,75 pensum á hlut. Verslunin hefur ákveðið að greiða ekki út arð á meðan yfirtökutilboðið er í gildi. Reiknað var með því að arðurinn gæti numið hálfu pensi á hlut. Hins vegar verði 1,3 pens á hlut greidd út verði gengið að yfirtökutilboði Baugs. Til samanburðar nam arðgreiðsla Moss Bros 1,8 pensum á hlut til hluthafa í fyrra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira