Svindlað á okkur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 17. september 2008 07:30 Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt flogakast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifalaust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í samanburði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kvensniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þvingaðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar. En jöfn réttindi kynjanna eru því miður ekki náttúrulögmál frekar en réttlæti yfirhöfuð og ríkjandi hugarfar hefur tilhneigingu til að snúa blinda auganu að því misrétti sem enn lifir. Þrátt fyrir allt sem áunnist hefur sitjum við enn uppi með launamun kynjanna sem samkvæmt síðustu könnun í opinberu stéttarfélagi hefur aukist en ekki minnkað. Þegar búið er að taka allar mögulegar breytur með í reikninginn eru konur í þessu félagi metnar til rúmlega 17% lægri launa en karlar. Miðaldra karllæknir sem skoðaði eitt sinn börnin mín kenndi sárlega í brjósti um mig fyrir að eiga bara dætur. Orðrétt taldi mannkertið það reyndar skelfilega þunnan þrettánda. Hann sjálfur væri hinsvegar svo heppinn að eiga tvo drengi sem væru sannkallaðir grallarar og gleðigjafar, mikið óskaplega sem væri nú gaman að fylgjast með uppátækjunum. Og sagði því til sönnunar nokkrar skemmtilegar sögur af þessum indælu strákum. Dóttir hans var hinsvegar ekki frásagnar verð, kannski 17% minna virði. Fæst okkar hinna sem erum svo lánsöm að búa við meiri jöfnuð en þekkist víðast í veröldinni myndum þola að dætur okkar fengju síður leikskólapláss en synir, eða þær fengju lélegri kennslu, mat og heilsugæslu eða hefðu ekki möguleika á að fá ágætiseinkunn vegna þess að þær eru stúlkur. Það er því óskiljanlegt að þegar þessar sömu stúlkur koma út á vinnumarkaðinn skulum við með þögn og aðgerðarleysi blessa lakari kjör fyrir þær en þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt flogakast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifalaust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í samanburði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kvensniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þvingaðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar. En jöfn réttindi kynjanna eru því miður ekki náttúrulögmál frekar en réttlæti yfirhöfuð og ríkjandi hugarfar hefur tilhneigingu til að snúa blinda auganu að því misrétti sem enn lifir. Þrátt fyrir allt sem áunnist hefur sitjum við enn uppi með launamun kynjanna sem samkvæmt síðustu könnun í opinberu stéttarfélagi hefur aukist en ekki minnkað. Þegar búið er að taka allar mögulegar breytur með í reikninginn eru konur í þessu félagi metnar til rúmlega 17% lægri launa en karlar. Miðaldra karllæknir sem skoðaði eitt sinn börnin mín kenndi sárlega í brjósti um mig fyrir að eiga bara dætur. Orðrétt taldi mannkertið það reyndar skelfilega þunnan þrettánda. Hann sjálfur væri hinsvegar svo heppinn að eiga tvo drengi sem væru sannkallaðir grallarar og gleðigjafar, mikið óskaplega sem væri nú gaman að fylgjast með uppátækjunum. Og sagði því til sönnunar nokkrar skemmtilegar sögur af þessum indælu strákum. Dóttir hans var hinsvegar ekki frásagnar verð, kannski 17% minna virði. Fæst okkar hinna sem erum svo lánsöm að búa við meiri jöfnuð en þekkist víðast í veröldinni myndum þola að dætur okkar fengju síður leikskólapláss en synir, eða þær fengju lélegri kennslu, mat og heilsugæslu eða hefðu ekki möguleika á að fá ágætiseinkunn vegna þess að þær eru stúlkur. Það er því óskiljanlegt að þegar þessar sömu stúlkur koma út á vinnumarkaðinn skulum við með þögn og aðgerðarleysi blessa lakari kjör fyrir þær en þá.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun