Emil Hallfreðsson er í byrjunarliði Reggina í fyrsta sinn síðan í lok febrúar. Liðið mætir Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta er aðeins í annað skiptið sem Emil er í byrjunarliðinu síðan í byrjun desember en átti við meiðsli að stríða í upphafi ársins og svo þurfti hann að sanna sig fyrir nýjum þjálfara.
Emil leikur á miðjunni í dag en leikurinn hófst klukkan 14.00.
Reggina er í átjánda sæti deildarinnar með 26 stig en getur með sigri lyft sér af fallsvæðinu, ef úrslit annarra leikja eru því hagstæð.
