Lag ársins 7. mars 2008 11:18 Allt fyrir ástina - Páll Óskar Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi. Englar & dárar - Ólöf Arnalds Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí...Læriló og ríngalíng"; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið. Goodbye July/Margt að ugga Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu. Verðbólgin augu - Ný dönsk Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði. Verum í sambandi - Sprengjuhöllin Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun. Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Allt fyrir ástina - Páll Óskar Þrumandi danstónlist, fín melódía og grípandi viðlag með vel saman settum texta, m.a. með tilvitnunum í Sofðu unga ástin mín og kærleiksboðskap Páls postula. Flutningur er glæsilegur og undirstrikast af frábærum söng Páls Óskars. Lag sem heillaði fólk á ýmsum aldri árið 2007. Eitt mest spilaða lag ársins í útvarpi. Englar & dárar - Ólöf Arnalds Hér tvinnast saman í texta og tónum fortíð og nútíð í gegnum einstakan flutning Ólafar, bæði söng og hljóðfæraleik, og útkoman er bæði frumleg og alþýðleg. Lagið er skemmtilegt og grípandi, textinn fellur við það eins og flís við rass, bæði alvarlegur og fyndinn, forn og nútímalegur í senn: ,,Miðri Ártúnsbrekku í/erum stödd í Brasilí...Læriló og ríngalíng"; Englar og dárar bæði fanga fegurðarskynið og kitla skopskynið. Goodbye July/Margt að ugga Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín vakti verðskuldaða athygli með þessu sérstæða lagi snemma árs 2007. Þetta er ein djarflegasta og óhefðbundnasta tónsmíð sem hljómað hefur í vinsældaspilun í seinni tíð. Eins og nafnið gefur til kynna tvinnast saman ólík stef, grípandi taktur og hressilegt viðlag á ensku um hana Elaine sem hverfist svo skyndilega yfir í tregafulla strengi og flutning á íslenskri þjóðvísu. Verðbólgin augu - Ný dönsk Björn Jörundur sannar einu sinni enn að hann er meðal okkar langbestu laga- og textahöfunda og hér fangar hann núið á kaldhæðinn hátt mitt í evru-umræðunni. Lagið er grípandi og flutningurinn frábær. Hvað sem verður um blessaða krónuna þá yrðu Verðbólgin augu henni verðugur minnisvarði. Verum í sambandi - Sprengjuhöllin Með þessu fallega og skemmtilega lagi, sem margan hefur snert djúpt, söng Sprengjuhöllin sig að innstu hjartarótum þjóðarinnar. Snorri Helgason fer fyrir Sprengjuhöllinni í þessum angurværa texta sínum, um sár sambandsslit, sem fólk hefur tekið undir með af mikilli innlifun.
Íslensku tónlistarverðlaunin Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“