Fótbolti

Kaka gæti átt stuttan feril

NordicPhotos/GettyImages

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segist óttast að Brasilíumaðurinn Kaka gæti þurfti að leggja skóna á hilluna snemma á ferlinum eins og Hollendingurinn Marco Van Basten nema hann fái meiri vernd frá dómurum.

Kaka hefur verið í vandræðum með hnémeiðsli á leiktíðinni og hefur misst marga leiki úr vegna þessa. Hann varð að fara af velli eftir harða tæklingu um síðustu helgi og hafði orð á því eftir leikinn að hann þyrfti meiri vernd frá dómurum.

Galliani tekur í sama streng. "Kaka hefur sannarlega rétt fyrir sér því dómarar leyfa leikmönnum að tækla hann aftanfrá. Mér finnst sem dómarar haldi að þetta sé allt í lagi, en þeir verða að taka þetta föstum tökum. Við höfum þegar misst einn stórkostlegan leikmann vegna svona brota þegar Marco Van Basten þurfti að hætta aðeins 28 ára gamall og við viljum auðvitað forðast í lengstu lög að missa Kaka á sama hátt," sagði Galliani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×