Ragna Ingólfsdóttir féll í dag úr leik í undanúrslitum á alþjóðlega austurríska meistaramótinu í badminton sem fram fer í Vínarborg. Ragna tapaði fyrir kínversku stúlkunni Xi Zhang frá Kína í tveimur lotum, 20-22 og 15-21.
Xi Zhang mætir Anu Nieminen frá Finnlandi í úrslitaleik á morgun.