Iceland Airwaves í Belgíu 14. febrúar 2008 10:02 Amiina er meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum. Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Fyrri tónleikarnir verða nokkru fyrr en hátíðin, eða á morgun föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á stokk Amiina, Jóhann Jóhannson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Síðari Iceland Airwaves tónleikarnir fara síðan fram 8. mars á tónleikastaðnum Ancienne Belgique þar sem fram koma; múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. Markmið Iceland on the Edge, er að kynna íslenskar listir og listamenn og efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða metnaðarfulla íslensk menningardagskrá sem unnin hefur verið í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistarhús Brussel á sviði popp og rokk tónlistar, Ancienne Belgique. Hins vegar verða ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða- , ráðstefnu- orku og alþjóðamála. Meðal helstu atriða er sýning á íslenskri samtímamyndlist, Pétur Gautur í flutningi Þjóðleikhússins, sýningar á vegum Íslenska dansflokksins og danshóps Ernu Ómarsdóttur, bókmenntakvöld um Halldór Laxness og um unga samtímahöfunda, íslenskar kvikmyndir og tónleikar með ungu íslensku tónlistarfólki á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Fjöldi íslenskra listamanna koma fram á tveimur Iceland Airwaves tónleikum í Brussel í mánuðinum. Tónleikarnir eru hluti af lista- og menningarhátíðinni Iceland on The Edge, sem hefst þann 26. febrúar, og stendur fram í miðjan júní. Fyrri tónleikarnir verða nokkru fyrr en hátíðin, eða á morgun föstudaginn 15. febrúar. Þá stíga á stokk Amiina, Jóhann Jóhannson, Seabear og Ólafur Arnalds í menningarmiðstöðinni Bozar. Síðari Iceland Airwaves tónleikarnir fara síðan fram 8. mars á tónleikastaðnum Ancienne Belgique þar sem fram koma; múm, Kira Kira, Skakkamanage og Parachutes. Markmið Iceland on the Edge, er að kynna íslenskar listir og listamenn og efla ímynd Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða metnaðarfulla íslensk menningardagskrá sem unnin hefur verið í samstarfi við Bozar, stærstu menningar- og listamiðstöð Belgíu, sem og eitt vinsælasta tónlistarhús Brussel á sviði popp og rokk tónlistar, Ancienne Belgique. Hins vegar verða ýmsir íslenskir viðburðir á sviði ferða- , ráðstefnu- orku og alþjóðamála. Meðal helstu atriða er sýning á íslenskri samtímamyndlist, Pétur Gautur í flutningi Þjóðleikhússins, sýningar á vegum Íslenska dansflokksins og danshóps Ernu Ómarsdóttur, bókmenntakvöld um Halldór Laxness og um unga samtímahöfunda, íslenskar kvikmyndir og tónleikar með ungu íslensku tónlistarfólki á sviði sígildrar tónlistar og popptónlistar.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira