Að flytja flugvöll Þráinn Bertelsson skrifar 4. febrúar 2008 07:00 Með nýjum og yfirveguðum borgarstjóra er í bili búið að skrúfa fyrir hina flóknu umræðu um hvert skuli flytja Reykjavíkurflugvöll - hvort fara skuli með flugvöllinn upp á heiðar eða út í sjó eins og ýmsir stórgáfaðir menn hafa gert að tillögum sínum. EKKERT er ómögulegt í nútímanum. Rúntað er með gömul hús milli borgarhluta eins og ekkert sé í staðinn fyrir að rífa þau í eitt skipti fyrir öll. Slíka tilfinningasemi hefur hámenntaður arkitekt reyndar gert að umtalsefni og bendir á að gömul timburhús á Íslandi komi okkur Íslendingum ekki nokkurn skapaðan hlut við, því að flest þessara húsa séu upphaflega frá Noregi og þar af leiðandi sé það ekki okkar mál að varðveita þau. Sama gildir auðvitað um heilmikið af fornminjum sem eru úr erlendu hráefni, þannig að hægt væri að skera niður framlög til Þjóðminjasafnins um mikinn mæli ef öllu útlenda draslinu væri hent á öskuhauga sögunnar - að maður tali nú ekki um allt ruglið sem skrifað hefur verið eða prentað á innfluttan pappír gegnum tíðina. AUÐVITAÐ er ekki hlaupið að því að flytja flugvelli fremur en álagabletti, ský, uppsprettulindir, jarðgöng, torfbæi eða fiskimið. Ef mann vantar flugvöll er ekki hægt að hafa samband við flugvallafornsölu og fá lítið notaðan flugvöll á góðu verði. Áður en fleiri fara sér að andlegum voða við að leita að flugvallarstæðum á Hólmsheiði eða í skerjagarði Reykjavíkur er rétt að rifja upp að fyrir utan Reykjavíkurflugvöll í miðbænum býr höfuð borgin við þau hlunnindi að hafa prýðilegan alþjóðaflugvöll í útjaðri sínum, nokkurra mínútna akstur frá álverinu sem táknar að maður sé kominn til höfuðborgar Íslands. ÞESSI gleymdi fjársjóður heitir Keflavíkurflugvöllur og er svo flottur að ef einhvern tímann verður ákveðið að leggja í tugmilljarðakostnað við að flytja flugvöll færi best á því að Keflavíkurflugvöllur verði fluttur til Reykjavíkur og Reykjavíkurflugvöllur til Keflavíkur og í milligjöf fái Reyknesingar borgarstjórann okkar hérna í Reykjavík og við fáum bæjarstjórann þeirra í staðinn. Þar með væri hringavitleysan fullkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun
Með nýjum og yfirveguðum borgarstjóra er í bili búið að skrúfa fyrir hina flóknu umræðu um hvert skuli flytja Reykjavíkurflugvöll - hvort fara skuli með flugvöllinn upp á heiðar eða út í sjó eins og ýmsir stórgáfaðir menn hafa gert að tillögum sínum. EKKERT er ómögulegt í nútímanum. Rúntað er með gömul hús milli borgarhluta eins og ekkert sé í staðinn fyrir að rífa þau í eitt skipti fyrir öll. Slíka tilfinningasemi hefur hámenntaður arkitekt reyndar gert að umtalsefni og bendir á að gömul timburhús á Íslandi komi okkur Íslendingum ekki nokkurn skapaðan hlut við, því að flest þessara húsa séu upphaflega frá Noregi og þar af leiðandi sé það ekki okkar mál að varðveita þau. Sama gildir auðvitað um heilmikið af fornminjum sem eru úr erlendu hráefni, þannig að hægt væri að skera niður framlög til Þjóðminjasafnins um mikinn mæli ef öllu útlenda draslinu væri hent á öskuhauga sögunnar - að maður tali nú ekki um allt ruglið sem skrifað hefur verið eða prentað á innfluttan pappír gegnum tíðina. AUÐVITAÐ er ekki hlaupið að því að flytja flugvelli fremur en álagabletti, ský, uppsprettulindir, jarðgöng, torfbæi eða fiskimið. Ef mann vantar flugvöll er ekki hægt að hafa samband við flugvallafornsölu og fá lítið notaðan flugvöll á góðu verði. Áður en fleiri fara sér að andlegum voða við að leita að flugvallarstæðum á Hólmsheiði eða í skerjagarði Reykjavíkur er rétt að rifja upp að fyrir utan Reykjavíkurflugvöll í miðbænum býr höfuð borgin við þau hlunnindi að hafa prýðilegan alþjóðaflugvöll í útjaðri sínum, nokkurra mínútna akstur frá álverinu sem táknar að maður sé kominn til höfuðborgar Íslands. ÞESSI gleymdi fjársjóður heitir Keflavíkurflugvöllur og er svo flottur að ef einhvern tímann verður ákveðið að leggja í tugmilljarðakostnað við að flytja flugvöll færi best á því að Keflavíkurflugvöllur verði fluttur til Reykjavíkur og Reykjavíkurflugvöllur til Keflavíkur og í milligjöf fái Reyknesingar borgarstjórann okkar hérna í Reykjavík og við fáum bæjarstjórann þeirra í staðinn. Þar með væri hringavitleysan fullkomin.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun