Ana Ivanovic og Daniela Hantuchova mætast í undanúrslitum opna ástralska meistaramótsins í tennis.
Báðar kepptu þær í nótt í síðari tveimur viðureignunum í fjórðungsúrslitum í einliðaleik kvenna.
Ivanovic vann Venus Williams frá Bandaríkjunum í tveimur lotum, 7-6 og 6-4. Hantuchova fór heldur létt með hina pólsku Agnieszka Radwanska, 6-2 og 6-2.
Serbar eiga þar með tvo fulltrúa í undanúrslitum, þær Ivanovic og Jelena Jankovic sem mætir Mariu Sharapova í hinum undanúrslitaleiknum.
Sharapova er rússnesk en Hantuchova frá Slóvakíu.
Báðar undanúrslitaviðureignirnar fara fram í nótt og verða í beinni útsendingu á Eurosport.