Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn 18. janúar 2008 10:44 Maður frá Zimbabve sýnir stoltur hálfrarmilljónadala seðlinn sem honum hefur áskotnast. Verðgildi hans nemur rétt rúmum 12 íslenskum krónum. Mynd/AFP Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira