Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn 18. janúar 2008 10:44 Maður frá Zimbabve sýnir stoltur hálfrarmilljónadala seðlinn sem honum hefur áskotnast. Verðgildi hans nemur rétt rúmum 12 íslenskum krónum. Mynd/AFP Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag. Verðbólga í Zimbabve hefur verið á hraðri uppleið síðastliðin átta og mælist hún nú í kringum fimmtíu þúsund prósent, að sögn breska ríkisútvarpsins. Af þessum sökum virðist litlu skipta þótt fjöldi núlla bætist aftan við seðlana frá seðlabanka Zimbabve því verðgildi tíu milljóna dala seðils í Zimbabve nemur einungis jafnvirði rúmra 255 íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið tekur fram að aukin peningaútgáfa seðlabanka Zimbabve haldi verðbólgunni í hæstu hæðum og verði hann að grípa til annarra aðgerða til að laga efnahagslífið sem er vægast sagt í rjúkandi rúst. Nokkuð er síðan Gideon Gono, seðlabankastjóri, hefur óskað eftir því að landsmenn taki höndum saman gegn verðbólgudrauginum og farið fram á að verðlag haldist óbreytt, svo sem með því að lækka verð á vörum um allt að helming. Það hefur hins vegar litlu skipt. Atvinnuleysi er rúm 80 prósent og flykkist fólk í banka til að taka út þá litlu fjármuni sem það á til að koma í veg fyrir að sparifé þess brenni upp í óðaverðbólgunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira