Stefnir í atgervisflótta Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 16. janúar 2008 11:33 Umsögn Seðlabanka Íslands um ósk Kaupþings að færa bókhald í evrum var neikvæð. Bankinn rökstyður afstöðu sína hraustlega og rök hans eru sannfærandi. Kaupþingsmenn hafa enn ekki svarað rökum Seðlabankans. Fleiri fyrirtæki en þeirra hafa sóst eftir að nota aðra mynt en krónu í uppgjörum. Seðlabankinn kann að hafa rétt fyrir sér, en gerir ekki grein fyrir augljósum afleiðingum þessa. Það blasir við hverjum sem þekkir til umræðu um krónuna að hér stefnir í óefni. Íslensk fyrirtæki munu eðlilega koma rekstri sínum til annarra landa ef hagsmunir þeirra eru bornir fyrir borð hér á landi. Enginn er eyland, jafnvel ekki starfsfólk þjóðarinnar í svarta húsinu við Sölvhólsgötu. Hvað þýðir það fyrir almannahag ef íslensk fyrirtæki sigla stjórnstöðvum sínum héðan? Sagan kennir að selstöðukaupmenn og kaupmenn fyrri tíðar kusu að hafa þann háttinn á. Arðurinn hvarf af landinu. Meginforsenda þróunar í atvinnuháttum hér á landi á síðustu öld var að atvinnurekstur tók bólfestu í landinu, bæði verslun og útgerð. Þaðan spratt sá kraftur sem breytti íslensku samfélagi úr mesta eymdarbæli Evrópu í frjálst og fullvalda ríki, skóp hér samfélag samúðar, menntunar og framfara. Við erum ekki lengur heimóttarleg þjóð: ungt fólk íslenskt vílar ekki fyrir sér að setjast að um kyrrt í öðrum löndum. Opnun á öllum viðskiptum, bæði til austurs og vestur, þýðir að sá, sem stóð upp úr öskustónni og fór, þarf ekkert að koma aftur. Ef íslensk fyrirtæki sjá sig nauðbeygð að flytja sig um set gera þau það. Og með fer fólk, hagur versnar og dýrmæt reynsla tapast, sókn linnir, tímans hjól fer í bakslag. Nú er Seðlabankinn bara kontór sem óx úr einni skúffu í Landsbankanum gamla. Hann lýtur lagaboði: Ungum þingheimi, nýrri ríkisstjórn bíður það verkefni að takast á við yfirvofandi flótta fyrirtækja frá Íslandi. Sama hvað menn láta í kontórum Seðlabankans. Almenningur hér á landi þekkir mætavel það fullveldi sem felst í krónunni. Við þekkjum líka hina "varkáru og styrku" stjórn fjármála hér á landi. Fáir geta aftur útskýrt að gagni þá hættu sem krónan okkar býr við þessa dagana. Allir menntuðu mennirnir eru bara orðlausir og gætu eins spáð í innyfli á hundunum sínum ef marka má rýrar skýringar þeirra á ástandi efnahagsmála: kjarasamningar eru lausir, það er offjárfesting á húsnæðisframkvæmdum, fyrirtæki virðast mörg hver hafa spennt sig langt umfram getu, þensla í opinberum fjárfestingum hefur aldrei verið meiri, þau fáu félög sem eru á markaði falla í verði. Félög og fyrirtæki reyna í vaxandi mæli að sannfæra almenning um að hagur þeirra sé traustur. Órói er almennur á fjármálamörkuðum: á Bretlandi eru menn teknir að ræða þjóðnýtingu banka til að forða stórslysum í fjármálakerfinu. Öll merki eru uppi um að hér sé í uppsiglingu alvarlegt ástand. Og í því ástandi megum við síst við því að fyrirtæki flytji starfsstöð sína og rekstur í önnur lönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Umsögn Seðlabanka Íslands um ósk Kaupþings að færa bókhald í evrum var neikvæð. Bankinn rökstyður afstöðu sína hraustlega og rök hans eru sannfærandi. Kaupþingsmenn hafa enn ekki svarað rökum Seðlabankans. Fleiri fyrirtæki en þeirra hafa sóst eftir að nota aðra mynt en krónu í uppgjörum. Seðlabankinn kann að hafa rétt fyrir sér, en gerir ekki grein fyrir augljósum afleiðingum þessa. Það blasir við hverjum sem þekkir til umræðu um krónuna að hér stefnir í óefni. Íslensk fyrirtæki munu eðlilega koma rekstri sínum til annarra landa ef hagsmunir þeirra eru bornir fyrir borð hér á landi. Enginn er eyland, jafnvel ekki starfsfólk þjóðarinnar í svarta húsinu við Sölvhólsgötu. Hvað þýðir það fyrir almannahag ef íslensk fyrirtæki sigla stjórnstöðvum sínum héðan? Sagan kennir að selstöðukaupmenn og kaupmenn fyrri tíðar kusu að hafa þann háttinn á. Arðurinn hvarf af landinu. Meginforsenda þróunar í atvinnuháttum hér á landi á síðustu öld var að atvinnurekstur tók bólfestu í landinu, bæði verslun og útgerð. Þaðan spratt sá kraftur sem breytti íslensku samfélagi úr mesta eymdarbæli Evrópu í frjálst og fullvalda ríki, skóp hér samfélag samúðar, menntunar og framfara. Við erum ekki lengur heimóttarleg þjóð: ungt fólk íslenskt vílar ekki fyrir sér að setjast að um kyrrt í öðrum löndum. Opnun á öllum viðskiptum, bæði til austurs og vestur, þýðir að sá, sem stóð upp úr öskustónni og fór, þarf ekkert að koma aftur. Ef íslensk fyrirtæki sjá sig nauðbeygð að flytja sig um set gera þau það. Og með fer fólk, hagur versnar og dýrmæt reynsla tapast, sókn linnir, tímans hjól fer í bakslag. Nú er Seðlabankinn bara kontór sem óx úr einni skúffu í Landsbankanum gamla. Hann lýtur lagaboði: Ungum þingheimi, nýrri ríkisstjórn bíður það verkefni að takast á við yfirvofandi flótta fyrirtækja frá Íslandi. Sama hvað menn láta í kontórum Seðlabankans. Almenningur hér á landi þekkir mætavel það fullveldi sem felst í krónunni. Við þekkjum líka hina "varkáru og styrku" stjórn fjármála hér á landi. Fáir geta aftur útskýrt að gagni þá hættu sem krónan okkar býr við þessa dagana. Allir menntuðu mennirnir eru bara orðlausir og gætu eins spáð í innyfli á hundunum sínum ef marka má rýrar skýringar þeirra á ástandi efnahagsmála: kjarasamningar eru lausir, það er offjárfesting á húsnæðisframkvæmdum, fyrirtæki virðast mörg hver hafa spennt sig langt umfram getu, þensla í opinberum fjárfestingum hefur aldrei verið meiri, þau fáu félög sem eru á markaði falla í verði. Félög og fyrirtæki reyna í vaxandi mæli að sannfæra almenning um að hagur þeirra sé traustur. Órói er almennur á fjármálamörkuðum: á Bretlandi eru menn teknir að ræða þjóðnýtingu banka til að forða stórslysum í fjármálakerfinu. Öll merki eru uppi um að hér sé í uppsiglingu alvarlegt ástand. Og í því ástandi megum við síst við því að fyrirtæki flytji starfsstöð sína og rekstur í önnur lönd.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun