Í kvöld hefur göngu sína nýr umræðuþáttur um íþróttir sem ber heitið Utan vallar. Þátturinn í kvöld verður sendur út í opinni dagskrá en hann er í beinni útsendingu.
Þátturinn hefst klukkan 20.30 í kvöld en hann er í umsjón íþróttafréttamanna Sýnar.
Hann verður vikulega á dagskrá en í þættinum verður farið í saumana á málum líðandi stundar í íþróttalífinu á Íslandi.