Frí smáskífa á netið 29. ágúst 2008 06:15 Upptökum á nýrri plötu Skakkamanage er lokið og smáskífa komin á netið. . Fréttablaðið/Daníel R Skakkamanage hefur ákveðið að breiða út boðskapinn og gefa smáskífu með tveimur lögum. Skífuna má nálgast á netinu. „Við erum nýbúin að klára plötu og stefnum á að gefa hana út 1. október. Við ákváðum í tilefni af því að platan er tilbúin að taka tvö lög og setja á netið. Þannig að fólk fái forsmekkinn," segir Svavar Eysteinsson, liðsmaður sveitarinnar. En af hverju að gefa skífuna? „Það er rosalega erfitt að átta sig á hvernig plötumarkaðurinn er, hann er eitthvað svo skrítinn um þessar mundir. Við lifum í stafrænum heimi. Við ákváðum því að í staðinn fyrir að fara út í það fyrirtæki að gefa út þessi tvö lög væri sniðugra að gera þetta svona. Svo er kreppa og enginn á pening. Þá vantar bara að meira af hlutum séu ókeypis," segir Svavar. Smáskífan verður að duga aðdáendum í bili því einhver bið er á tónleikum með sveitinni. „Við erum svolítið hingað og þangað þessa stundina. En það verða örugglega tónleikar með haustinu. Svo verður partí og læti þegar platan kemur út." Svavar vonar að uppátækinu verði vel tekið. „Við vonumst til þess að þetta kveiki gríðarlega eftirvæntingu og löngun eftir nýju plötunni og fólk komi sér saman um að kaupa hana." Smáskífuna má nálgast á skakkapopp.is. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Skakkamanage hefur ákveðið að breiða út boðskapinn og gefa smáskífu með tveimur lögum. Skífuna má nálgast á netinu. „Við erum nýbúin að klára plötu og stefnum á að gefa hana út 1. október. Við ákváðum í tilefni af því að platan er tilbúin að taka tvö lög og setja á netið. Þannig að fólk fái forsmekkinn," segir Svavar Eysteinsson, liðsmaður sveitarinnar. En af hverju að gefa skífuna? „Það er rosalega erfitt að átta sig á hvernig plötumarkaðurinn er, hann er eitthvað svo skrítinn um þessar mundir. Við lifum í stafrænum heimi. Við ákváðum því að í staðinn fyrir að fara út í það fyrirtæki að gefa út þessi tvö lög væri sniðugra að gera þetta svona. Svo er kreppa og enginn á pening. Þá vantar bara að meira af hlutum séu ókeypis," segir Svavar. Smáskífan verður að duga aðdáendum í bili því einhver bið er á tónleikum með sveitinni. „Við erum svolítið hingað og þangað þessa stundina. En það verða örugglega tónleikar með haustinu. Svo verður partí og læti þegar platan kemur út." Svavar vonar að uppátækinu verði vel tekið. „Við vonumst til þess að þetta kveiki gríðarlega eftirvæntingu og löngun eftir nýju plötunni og fólk komi sér saman um að kaupa hana." Smáskífuna má nálgast á skakkapopp.is.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira