Endurskoðun varnarmála Jón Gunnarsson skrifar 7. maí 2008 04:00 Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þá eru blessaðir Frakkarnir komnir. Ég hef sofið ágætlega þrátt fyrir að hér hafi ekki verið her síðan Kaninn fór enda aðsteðjandi hernaðarógn ekki fyrirliggjandi í okkar heimshluta. Rússagrýlan er löngu dauð og engar forsendur til þess að endurlífga hana. Þess vegna fór nú m.a. Bandaríkjaher héðan og gengið var frá varnarsamningi milli þjóðanna ef aðstæður breytast. Við erum líka vel varin með aðild okkar að Nató þar sem árás á eitt ríki er árás á þau öll. Almenn sátt er um aðild okkar að Nató og mín skoðun er að við eigum að efla starf okkar innan bandalagsins á þeim forsendum sem settar voru við inngönguna á sínum tíma, þ.e. að við erum herlaus bandalagsþjóð. Við brottför bandaríkjahers skapaðist ákveðið tómarúm og hlutirnir gerðust hratt. Það var við þær aðstæður sem ákveðið var að fara þess á leit að bandalagsþjóðir Nató tæku að sér tímabundið loftrýmiseftirlit og að íslenska ratsjárkerfið yrði rekið áfram með svipuðum hætti og var. Bandaríkjamenn sem ábyrgir eru fyrir vörnum landsins á ófriðartímum töldu sig reyndar ekki þurfa upplýsingar úr því kerfi til að uppfylla samningsskyldur sínar. Nú fer fram áhættumat fyrir íslenskt samfélag. Ég er þess viss að niðurstöðurnar verða í samræmi við niðurstöðu sérfræðinga á þessu sviði, eða þær að ekki sé hernaðarógn í okkar heimshluta og ekki líklegt að svo verði næstu mörg árin. Í ljósi þeirra staðreynda eiga íslensk stjórnvöld að endurskoða verkefnaval sitt innan starfsemi Nató. Hundruð milljóna króna kostnaður við takmarkað loftrýmiseftirlit og rekstur Ratsjárstofnunar með þeim hætti sem lagt er á stað með er stefna sem þarf að endurskoða. Ný varnarmálastofnun á að halda utan um starf okkar innan Nató. Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgaralegum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín. Borgaraleg starfsemi á vegum varnarbandalagsins hefur aukist mikið og það eru fjölmörg spennandi verkefni þar sem við getum lagt lið svo um munar. Það er miklu skynsamlegri leið fyrir okkur sem herlaus þjóð sem vill vera virkur þáttakandi í stærsta varnarbandalagi heimsins.Höfundur er alþingismaður.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun