Elíza Geirsdóttir Newman hefur gert höfundarréttarsamning við breska útgáfufyrirtækið Effective Music. Samningurinn nær yfir tvær plötur Elízu, annars vegar Empire Fallm sem kom út í fyrram og hins vegar næstu plötu hennar sem er væntanleg á næsta ári.
Elíza hitti forsvarsmenn Effective á ráðstefnunni You Are in Control sem var haldin í Reykjavík í október. Effective sérhæfir sig í að selja lög skjólstæðinga sinna í sjónvarp, auglýsingar, kvikmyndir og fleira í þeim dúr.