Juventus náði að saxa forskot Inter á toppi ítölsku A-deildarinnar niður í sex stig í kvöld þegar liðið vann 4-2 sigur á AC Milan í risaslag helgarinnar.
Mikil rigning setti svip sinn á leikinn en hún virtist gera leikmönnum Milan erfitt fyrir, því þeir voru nokkuð frá sínu besta án miðjumannsins Kaka. Ekki bætti úr skák þegar Milan menn misstu Gianluca Zambrotta af velli með rautt spjald eftir ríflega klukkutíma leik.
Framherjinn Amauri skoraði tvívegis fyrir Juventus í leiknum, en AC Milan er nú níu stigum á eftir grönnum sínum í Inter sem unnu Chievo 4-2 fyrr í kvöld.
Juventus 4-2 AC Milan
1-0 A. Del Piero ('16, víti)
1-1 Alexandre Pato ('30)
2-1 G. Chiellini ('34)
3-1 Amauri ('41)
3-2 M. Ambrosini ('56)
4-2 Amauri ('69)