Kynslóðaleikur Jónína Michaelsdóttir skrifar 13. maí 2008 06:00 Þegar ég sá myndina af Ríkharði Jónssyni knattspyrnuhetju frá Akranesi á öxlum samherja sinna á baksíðu Morgunblaðsins á föstudaginn lifnaði í huganum sumarkvöld á gamla Melavellinum í Reykjavík. Ég var ellefu eða tólf ára og stóð þarna yfirspennt með vinum mínum innan um frakkaklædda karla, stráka og stelpur og hvatti óspart þessa töframenn vallarins í gulu treyjunum. Ríkharður var auðvitað aðalmaðurinn en Þórður bróðir hans og Þórður Þórðarson voru líka góðir. Við Reykvíkingar áttum okkar garpa á vellinum, en Akurnesingarnir, sem komu eins og stormsveipur utan af landi, voru stjörnur í okkar augum. Mig rámar í sérstaka stemningu á landsleikjum, rok og rigningu, og háværan meting um hvort KR eða Akranesliðið væri betra, en knattspyrnuástríðan varð ekki langlíf hjá mér. Entist tvö sumur, að mig minnir, og risti ekki djúpt. En hughrifin gleymast ekki. Það var ekkert kynslóðabil á Melavellinum, ekki frekar en hjá knattspyrnuunnendum í dag. Mynd Morgunblaðsins af Ríkharði var vegna þátttöku hans í sérstökum kynslóðaleik í knattspyrnu á Akranesi. Leik sem meira en 100 knattspyrnumenn af báðum kynjum og á öllum aldri tóku þátt í. Mjög góð hugmynd og tímabær. Gott orð, kynslóðaleikur! Hvernig væri nú að opna kynslóðahólfin hér á landi upp á gátt? Fjarlægja rimla hugans, svo ég fái að láni titilinn á frábærri bók Einars Más Guðmundssonar. Bindast kynslóðaböndum upp á nýtt, líkt og menn bindast vináttuböndum og hjúskaparböndum.ÆskudrambÁrið 2000 tók ég viðtal við mann sem var einn af helstu áhrifamönnum Flugleiða á erlendri grund í áratugi. Þessi maður hafði meðal annars yfirumsjón með sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins í Evrópu um árabil. Hann heitir Davíð Vilhelmsson og hefur búið í Þýskalandi frá árinu 1964. Sýn hans á Ísland nútímans og viðhorf útlendinga var forvitnileg eins og fram kemur í eftirfarandi kafla úr viðtalinu:„Ísland hefur þróast svo hratt að það er galdri líkast og byggst upp á öllum sviðum. Þó er eins og allt fari úr böndum með ákveðnu millibili. Fólk sem heimsækir Ísland er gjarnan hrifið af sumu en á erfitt með að átta sig á öðru. Finnst efnishyggja áberandi og undrast allt þetta tal um tísku, sófasett og eldhúsinnréttingar. Æskudramb er áberandi á Íslandi, kannski vegna þess að æskan hefur fyrirmyndir í íslensku menntafólki í ábyrgðarstöðum þar sem víðast annars staðar væri krafist starfsreynslu meðfram menntuninni. Á vinnustöðum erlendis er farið að blanda meðvitað saman fólki á öllum aldri. Virt og öflugt bandarískt fyrirtæki sem ég þekki til í Frankfurt hefur til dæmis fastar reglur um þetta. Ætla mætti að sölu- og markaðsmál væru í höndum fólks á aldrinum 25-35 ára. Svo er ekki. Vísvitandi er blandað saman deildarstjórum á öllum aldri og verkefnum skipt niður á hópa. Hópurinn milli 35 og 50 ára er sterkastur. Unga fólkið er opnara og oftast nær meira skapandi, þótt það sé ekki endilega einhlítt. En með því starfar fólk sem hefur áratuga reynslu af markaðs- og sölumálum. Telur stjórn fyrirtækisins slíka blöndun skila bestum árangri."Þó að liðin séu átta ár síðan þetta spjall fór fram og bæði atvinnulíf og gildismat hérlendis hafi skipt um gír, er þetta býsna kunnuglegt.KennitölutengingDavíð Vilhelmsson var skóla bróðir Styrmis Gunnarssonar, Jóns Baldvins og Ragnars Arnalds í Menntaskólanum í Reykjavík. Staksteinahöfundur vék að því nýverið að framsetning og röksemdarfærsla ráðherranna fyrrverandi í Silfri Egils, þar sem þeir voru á öndverðum meiði í viðhorfum til Evrópusambandsins, hefði skýrt betur fyrir almenningi hvar ágreiningurinn liggur en greinaskrif og úttektir ýmissa sérfræðinga og spekúlanta. Spurning hvort þeir ættu ekki erindi inn í umræðu og ákvarðanatöku dagsins. Hvort tími öldunganna væri kannski kominn.Vaskur maður á fimmtugsaldri, sem sjálfur er í góðri stöðu, sagði við mig nýverið að flestir þeirra sem væru í lykilstöðum í fjármálaheiminum og atvinnulífinu hér á landi væru á sama aldri. Nánast eins og þeir hefðu verið í sama bekk. Sumir kannski útskrifast árið á undan, aðrir árið á eftir, en allir á sama reki. Ekki hvarflaði að þeim að þeir gætu sótt eitthvað til eldri fagmanna. Enda væri það fólk eiginlega úr leik.Söngvarinn vinsæli og geðfelldi sem stýrir kynningu á Evróvisionlögunum í sjónvarpinu sagði við félaga sína þrjá eftir söng tveggja miðaldra karla að honum þætti þeir eiginlega of gamlir fyrir Evróvision. Þegar öll þrjú gáfu þessu lagi og flytjendum þess atkvæði sitt, horfði hann á þau með vantrú og glettnisbrosi: Vá - þið ætlið að vera svona góð! - rétt eins og þau hefðu gefið Vetrarhjálpinni mánaðarlaunin sín.Allt er þetta í hálfkæringi og á léttum nótum - en er ekki einhver ónáttúra í því að kennitölutengja þekkingu manna og hæfileika? Annað hvort hefur fólk eitthvað fram að færa eða ekki, hvort sem það er 15 ára, 35 eða 85 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Þegar ég sá myndina af Ríkharði Jónssyni knattspyrnuhetju frá Akranesi á öxlum samherja sinna á baksíðu Morgunblaðsins á föstudaginn lifnaði í huganum sumarkvöld á gamla Melavellinum í Reykjavík. Ég var ellefu eða tólf ára og stóð þarna yfirspennt með vinum mínum innan um frakkaklædda karla, stráka og stelpur og hvatti óspart þessa töframenn vallarins í gulu treyjunum. Ríkharður var auðvitað aðalmaðurinn en Þórður bróðir hans og Þórður Þórðarson voru líka góðir. Við Reykvíkingar áttum okkar garpa á vellinum, en Akurnesingarnir, sem komu eins og stormsveipur utan af landi, voru stjörnur í okkar augum. Mig rámar í sérstaka stemningu á landsleikjum, rok og rigningu, og háværan meting um hvort KR eða Akranesliðið væri betra, en knattspyrnuástríðan varð ekki langlíf hjá mér. Entist tvö sumur, að mig minnir, og risti ekki djúpt. En hughrifin gleymast ekki. Það var ekkert kynslóðabil á Melavellinum, ekki frekar en hjá knattspyrnuunnendum í dag. Mynd Morgunblaðsins af Ríkharði var vegna þátttöku hans í sérstökum kynslóðaleik í knattspyrnu á Akranesi. Leik sem meira en 100 knattspyrnumenn af báðum kynjum og á öllum aldri tóku þátt í. Mjög góð hugmynd og tímabær. Gott orð, kynslóðaleikur! Hvernig væri nú að opna kynslóðahólfin hér á landi upp á gátt? Fjarlægja rimla hugans, svo ég fái að láni titilinn á frábærri bók Einars Más Guðmundssonar. Bindast kynslóðaböndum upp á nýtt, líkt og menn bindast vináttuböndum og hjúskaparböndum.ÆskudrambÁrið 2000 tók ég viðtal við mann sem var einn af helstu áhrifamönnum Flugleiða á erlendri grund í áratugi. Þessi maður hafði meðal annars yfirumsjón með sölu- og markaðsmálum fyrirtækisins í Evrópu um árabil. Hann heitir Davíð Vilhelmsson og hefur búið í Þýskalandi frá árinu 1964. Sýn hans á Ísland nútímans og viðhorf útlendinga var forvitnileg eins og fram kemur í eftirfarandi kafla úr viðtalinu:„Ísland hefur þróast svo hratt að það er galdri líkast og byggst upp á öllum sviðum. Þó er eins og allt fari úr böndum með ákveðnu millibili. Fólk sem heimsækir Ísland er gjarnan hrifið af sumu en á erfitt með að átta sig á öðru. Finnst efnishyggja áberandi og undrast allt þetta tal um tísku, sófasett og eldhúsinnréttingar. Æskudramb er áberandi á Íslandi, kannski vegna þess að æskan hefur fyrirmyndir í íslensku menntafólki í ábyrgðarstöðum þar sem víðast annars staðar væri krafist starfsreynslu meðfram menntuninni. Á vinnustöðum erlendis er farið að blanda meðvitað saman fólki á öllum aldri. Virt og öflugt bandarískt fyrirtæki sem ég þekki til í Frankfurt hefur til dæmis fastar reglur um þetta. Ætla mætti að sölu- og markaðsmál væru í höndum fólks á aldrinum 25-35 ára. Svo er ekki. Vísvitandi er blandað saman deildarstjórum á öllum aldri og verkefnum skipt niður á hópa. Hópurinn milli 35 og 50 ára er sterkastur. Unga fólkið er opnara og oftast nær meira skapandi, þótt það sé ekki endilega einhlítt. En með því starfar fólk sem hefur áratuga reynslu af markaðs- og sölumálum. Telur stjórn fyrirtækisins slíka blöndun skila bestum árangri."Þó að liðin séu átta ár síðan þetta spjall fór fram og bæði atvinnulíf og gildismat hérlendis hafi skipt um gír, er þetta býsna kunnuglegt.KennitölutengingDavíð Vilhelmsson var skóla bróðir Styrmis Gunnarssonar, Jóns Baldvins og Ragnars Arnalds í Menntaskólanum í Reykjavík. Staksteinahöfundur vék að því nýverið að framsetning og röksemdarfærsla ráðherranna fyrrverandi í Silfri Egils, þar sem þeir voru á öndverðum meiði í viðhorfum til Evrópusambandsins, hefði skýrt betur fyrir almenningi hvar ágreiningurinn liggur en greinaskrif og úttektir ýmissa sérfræðinga og spekúlanta. Spurning hvort þeir ættu ekki erindi inn í umræðu og ákvarðanatöku dagsins. Hvort tími öldunganna væri kannski kominn.Vaskur maður á fimmtugsaldri, sem sjálfur er í góðri stöðu, sagði við mig nýverið að flestir þeirra sem væru í lykilstöðum í fjármálaheiminum og atvinnulífinu hér á landi væru á sama aldri. Nánast eins og þeir hefðu verið í sama bekk. Sumir kannski útskrifast árið á undan, aðrir árið á eftir, en allir á sama reki. Ekki hvarflaði að þeim að þeir gætu sótt eitthvað til eldri fagmanna. Enda væri það fólk eiginlega úr leik.Söngvarinn vinsæli og geðfelldi sem stýrir kynningu á Evróvisionlögunum í sjónvarpinu sagði við félaga sína þrjá eftir söng tveggja miðaldra karla að honum þætti þeir eiginlega of gamlir fyrir Evróvision. Þegar öll þrjú gáfu þessu lagi og flytjendum þess atkvæði sitt, horfði hann á þau með vantrú og glettnisbrosi: Vá - þið ætlið að vera svona góð! - rétt eins og þau hefðu gefið Vetrarhjálpinni mánaðarlaunin sín.Allt er þetta í hálfkæringi og á léttum nótum - en er ekki einhver ónáttúra í því að kennitölutengja þekkingu manna og hæfileika? Annað hvort hefur fólk eitthvað fram að færa eða ekki, hvort sem það er 15 ára, 35 eða 85 ára.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun