„Við erum að árita um helgina í Hagkaup í Smáralind," svarar Hannes Heimir Friðbjarnarson trommari í hljómsveitinni Buff þegar Vísir spyr um nýju plötu hljómsveitarinnar sem er samnefnd sveitinni.
Hvað er framundan hjá Buffinu? „Við ætlum að halda útgáfutónleika á fimmtudaginn í næstu viku. Það er frítt inn á þá. Þeir verða á Nasa og byrja klukkan tíu."

„Vonandi koma sem sem flestir á útgáfutónleikana og sjái sér síðan fært um að kaupa diskinn," segir Hannes.
Um er að ræða 11 laga plötu með þessari vinsælu hljómsveit en hún inniheldur lög eins og Núna mun ég vaka, Þakklæti, Í gær og Enginn nema þú.