Danski leikmaðurinn Christian Poulsen er á leið til Juventus en ítalska liðið náði samkomulagi við Sevilla á Spáni í gær. Poulsen er 28 ára og mun skrifa undir samning til fjögurra ára.
Poulsen er þekktastur á Ítalíu fyrir að vera leikmaðurinn sem Francesco Totti hrækti á sumarið 2004 á Evrópumótinu.
Koma Poulsen til Juventus er ekki talin hafa áhrif á áhuga Juventus á Xabi Alonso hjá Liverpool. Félagið vinnur enn í því að fá hann í sínar raðir.