Dýrustu ár landsins Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 30. júlí 2008 00:01 Langá á Mýrum er í 10. sæti listans yfir dýrustu ár landsins. MYND/GVA Ekkert lát hefur verið á sölu veiðileyfa þrátt fyrir slæm tíðindi úr efnahagslífinu undanfarið. Veiðileyfissalar segja ástæðuna fyrir því vera að flest veiðileyfin voru seld á síðasta ári áður en að fór að kreppa að. „Ég reikna ekki með samdrættinum fyrr en á næsta ári. Maður finnur samt greinilega að það eru færri sem bíða á kantinum eftir veiðileyfi núna en í fyrra“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir jafnframt að nú sé að nást jafnvægi á framboði og eftirspurn en undanfarin ár hafi markaðurinn einkennst af umframeftirspurn og verið mikill seljendamarkaður. Þröstur Elliðason hjá Streng og Stefán Sigurðsson hjá Laxá segjast hafa fundið fyrir að lægð hafi komið í markaðinn rétt eftir áramót. „Það er hins vegar að veiðast svo rosalega vel núna að við erum að ná að selja upp veiðileyfin sem við áttum eftir,“ segir Stefán. Haraldur gerir ráð fyrir að minnkandi innlendri eftirspurn verði mætt með erlendum viðskiptum. „Það er einkar hagkvæmt fyrir útlendinga að veiða á Íslandi núna, dýrustu vikuveiðileyfin fyrir útlendinga hafa lækkað um 25 prósent vegna veikingu íslensku krónunnar.“ Aðspurður hvort minnkandi eftirspurn verði mögulega mætt með verðlækkunum á næsta ári segir Haraldur: „Svigrúm okkar er í raun ekkert. Allir samningar eru vísitölutryggðir. Ég geri ráð fyrir að okkar verð verði það sama á næsta ári.“ Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Ekkert lát hefur verið á sölu veiðileyfa þrátt fyrir slæm tíðindi úr efnahagslífinu undanfarið. Veiðileyfissalar segja ástæðuna fyrir því vera að flest veiðileyfin voru seld á síðasta ári áður en að fór að kreppa að. „Ég reikna ekki með samdrættinum fyrr en á næsta ári. Maður finnur samt greinilega að það eru færri sem bíða á kantinum eftir veiðileyfi núna en í fyrra“ segir Haraldur Eiríksson, markaðsstjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur. Hann segir jafnframt að nú sé að nást jafnvægi á framboði og eftirspurn en undanfarin ár hafi markaðurinn einkennst af umframeftirspurn og verið mikill seljendamarkaður. Þröstur Elliðason hjá Streng og Stefán Sigurðsson hjá Laxá segjast hafa fundið fyrir að lægð hafi komið í markaðinn rétt eftir áramót. „Það er hins vegar að veiðast svo rosalega vel núna að við erum að ná að selja upp veiðileyfin sem við áttum eftir,“ segir Stefán. Haraldur gerir ráð fyrir að minnkandi innlendri eftirspurn verði mætt með erlendum viðskiptum. „Það er einkar hagkvæmt fyrir útlendinga að veiða á Íslandi núna, dýrustu vikuveiðileyfin fyrir útlendinga hafa lækkað um 25 prósent vegna veikingu íslensku krónunnar.“ Aðspurður hvort minnkandi eftirspurn verði mögulega mætt með verðlækkunum á næsta ári segir Haraldur: „Svigrúm okkar er í raun ekkert. Allir samningar eru vísitölutryggðir. Ég geri ráð fyrir að okkar verð verði það sama á næsta ári.“
Héðan og þaðan Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira