Eurobandið syngur með Söndru Kim í Þýskalandi 28. nóvember 2008 05:00 Eurobandið syngur með Söndru Kim á risastórri aðdáendahátíð Eurovision-keppninnar sem fram fer í München. Regína ber barn undir belti og á von á sér í Eurovision-mánuðinum maí. Fréttablaðið/Daníel Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félagsheimilum. Þessari miklu tónleikareisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Regínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision-partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er væntanlegur í maí, Eurovision-mánuðinum mikla. „Þetta verður Eurovision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eiginmaðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barneignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Regínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Eurobandinu en unnið sé markvisst í þeim málum. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Eurobandið verður meðal skærustu Euovision-stjarna á árlegri árshátíð eins stærsta Eurovision-aðdáendaklúbbsins sem um getur. Árshátíðin er haldin í München í byrjun janúar og meðal þeirra sem þar koma fram auk Eurobandsins er hin belgíska Sandra Kim. „Svo skemmtilega vill til að við erum að spila á sama stað og hún. Það verður forvitnilegt að hitta hana og heyra hana syngja, rúmum tuttugu árum eftir sigurinn,“ segir Friðrik Ómar, ein aðalsprautan í Eurobandinu. Hann bendir á að þrátt fyrir að rúmlega tveir áratugir séu liðnir síðan Kim sigraði er hún aðeins 36 ára í dag. Sandra var enda aðeins fjórtán þegar hún fór með framlag Belga, J’aime la vie, alla leið árið 1986 á stóra sviðinu í Bergen. Sama ár og Gleðibankinn sigraði heiminn með Icy-tríóinu. Friðrik hefur að undanförnu þeyst um landið og sungið fyrir landsbyggðina í kirkjum og félagsheimilum. Þessari miklu tónleikareisu lýkur í næstu viku í Salnum í Kópavogi og þá verður nokkrum jólalögum skotið inní hefðbundna dagskrá Friðriks. Hann þarf hins vegar á næstu mánuðum að horfa í kringum sig eftir nýrri söngkonu í Eurobandið vinsæla. Ekki þó vegna einhvers ósættis milli hans og Regínu heldur á söngkonan von á öðru barni sínu. Regína segist þó ekki fyrir sitt litla líf ætla að missa af Eurovision-partíinu í München. „Ég ætla að reyna að syngja fram á síðasta dag,“ segir Regína í samtali við Fréttablðið en erfinginn er væntanlegur í maí, Eurovision-mánuðinum mikla. „Þetta verður Eurovision-barn, ekki nokkur spurning,“ bætir Regína við en hún og eiginmaðurinn, Sigursveinn Þór, giftu sig í sumar. Má því segja að barneignin sé rökrétt framhald hjá þeim hjónakornum. Að sögn Regínu er ekki búið að ákveða hver taki við míkrafóninum í Eurobandinu en unnið sé markvisst í þeim málum.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög