Áhrif Landsmóts eru ómetanleg 18. júní 2008 10:13 Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti fyrsta landsmót sitt árið 1966. Þá var hann tíu ára gamall og var í sveit í Skagafirði. Landsmót var þá haldið á Hólum í Hjaltadal. Mynd/E.Ól „Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum. Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Einar telur að landsmót feli í sér alls konar aðra kynningu á landinu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta er líka til þess fallið að auka áhuga bæði Íslendinga og útlendinga á hestamennskunni. Hestamennskan er gífurlega mikil atvinnugrein og vaxandi og í sumum héruðum er hún burðarásin í atvinnulífinu. Svona mót þar sem að þúsundir manna koma alls staðar að af landinu og víða úr heiminum hefur auðvitað mikla þýðingu til að styrkja bakland þessarar atvinnustarfsemi,“ segir Einar. Hann telur að svona mót hafi gífurleg áhrif á lítinn stað eins og Hellu. Allt gistipláss í nágrenninu sé löngu upppantað auk þess sem þetta hefur mikil áhrif á hvers konar þjónustu. Aðspurður um stuðning hins opinbera við landsmót segir Einar að Alþingi hafi með fjárveitingum lagt fram peninga til þess að byggja upp sýningaraðstöðu á landsmótsstöðum. Bæði á Gaddstaðaflötum nú á Hellu og líka áður til dæmis á Vindheimamelum í Skagafirði. „Hestamennska er stunduð af miklum fjölda fólks og það er að mínu mati eðlilegt að ríkisvaldið komi að því að byggja upp þessa innviði eins og við gerum með önnur íþróttamót eins og landsmót ungmennafélaganna og annað slíkt,“ segir Einar. Einar nefnir að þegar hann var formaður Ferðamálaráðs þá beitti hann sér fyrir því að ferðamálaráð stóð straum af kostnaði við markaðssetningu á markaðssíðu ferðamálaráðs þá. Segir hann að það hafi haft mikil og jákvæð áhrif. Einar er þekktur fyrir afskipti sín af sjávarútvegsmálum og segist ekki mikill hestamaður en segist þó sæmilega reiðfær. „Þegar ég var yngri þá var ég ágætlega liðtækur á hesti en á seinni árum hefur minna farið fyrir reiðmennsku. Ég umgengst mikið af hestamönnum og hef mörg tækifæri til að skreppa á bak þó ég eigi enga hesta sjálfur,“ segir Einar. Hann hefur sótt þó nokkur landsmót og nefnir að fyrsta landsmót sem hann sótti hafi verið árið 1966 þegar hann var í sveit í Skagafirði þá tíu ára gamall. Þá var landsmót haldið á Hólum í Hjaltadal. Síðan hefur hann sótt nokkur landsmót og seinni ár sérstaklega á Vindheimamelum í Skagafirði. Einar fór í fyrra á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem haldið var í Hollandi og segir þá upplifun ógleymanlega. Einar var á síðasta Landsmóti sem haldið var á Vindheimamelum í Skagafirði og segir að það hafi verið gífurleg upplifun og mjög skemmtilegt hafi verið að sækja það mót. „Stemningin sem myndast þarna er engu lagi lík, bæði á meðan á mótinu stendur sem og allur félagsskapurinn í kringum þetta,“ segir Einar að lokum.
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira