Philadelphia Phillies vann í nótt þriðju viðureignina í úrslitarimmu bandarísku hafnarboltadeildarinnar gegn Tampa Bay Rays. Phillies er nú með 2-1 forystu í rimmunni.
Fyrstu tveir leikirnir fóru fram í Flórída en þetta var fyrsti leikurinn á heimavelli Phillies. Næstu tveir leikir fara fram á sama stað.
Leiknum lauk með 5-4 sigri Phillies og réðust úrslitin ekki fyrr en í lok níundu lotu. Fresta þurfti leik vegna rigningar í eina og hálf klukkustund og lauk leiknum ekki fyrr en 01.30 að staðartíma.
Phillies komið í forystu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
