Roma hefur staðfest að félagið hafi gert tilboð í Adrian Mutu hjá Fiorentina. Rúmeninn hefur verið orðaður við Rómarliðið í allt sumar en í fyrsta sinn er áhugi Roma staðfestur.
„Ég er ekki maður sem tek neinar áhættur. Ég vil spila með mín spil á borðinu. Við fengum í dag opinbert tilboð frá Roma," sagði Pantaleo Corvino, yfirmaður íþróttamála hjá Fiorentina.
Ekki er vitað upp á hvað tilboð Roma hljómar en talið er að það sé um 16 milljónir punda.