Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í dag sigur á meistaramótinu í Hamburg. Hann lagði stigahæsta tennisleikara heims Roger Federer í skemmtilegum úrslitaleik 7-5, 6-7 og 6-4. Þetta var 21. sigur Nadal á leirvelli á ferlinum, en hann er nánast ósigrandi á leirnum.
Nadal varð með sigrinum aðeins þriðji tennisleikarinn í sögunni til að vinna öll þrjú meistaramót ársins á leirvöllum. Federer barðist við meiðsli á læri og var greinilega ekki fullfrískur í úrslitaleiknum eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokivic í undanúrslitunum.
Sigurinn í dag gefur Nadal byr undir báða vængi fyrir opna franska meistaramótið sem hefst eftir viku.