Engar skattaívilnanir vegna hlutabréfakaupa 29. október 2008 00:01 Skúli Eggert Þórðarson „Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann. Markaðir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
„Næstum því hver einasta fjölskylda í landinu hefur tapað fjármunum upp á síðkastið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Þegar svo sé verði jafnt yfir alla að ganga. Því verði ekki veittar sérstakar ívilnanir vegna taps á hlutabréfakaupum og innlausn á kaupréttarsamningum í fyrirtækjum sem séu farin í þrot. Innlausn kaupréttarsamninga starfsmanna í fyrirtækjum reiknast til launatekna og greiðist af því fullur tekjuskattur, 35,72 prósent. Algengt er að æðstu starfsmenn banka og smærri fyrirtækja í einkageiranum hafi fengið hluta launa sinna með kaupréttarsamningi. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að einhverjir hafi fremur skrifað undir kaupréttarsamning en haldið launum óbreyttum, jafnvel í nokkur ár. Þeir starfsmenn bankanna þriggja, sem þeirra fyrirtækja sem eru farin í þrot, sitja því uppi með að hafa greitt skatt af eign sem nú er að engu orðin. Hreiðar er einn þeirra samkvæmt þessu. Laun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, eru dæmi um slíkt. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar var Hreiðar tekjuhæsti Íslendingurinn í fyrra. Hann hafði 740 milljónir króna í laun samkvæmt því, eða um 62 milljónir króna á mánuði. Í ársreikningi bankans fyrir síðasta ár námu þau hins vegar 110 milljónum, 9,1 milljón á mánuði. Afgangurinn lá í kaupréttarsamningum sem nú eru að engu orðnir. Skúli Eggert segir mál sem þetta hafa verið til meðferðar hjá embættinu og enn til athugunar. Endanleg niðurstaða liggi hins vegar ekki fyrir. Ekki sé á þessu stigi hægt að segja til um hvort málið uppfylli skilyrði um skattalegar ívilnanir. „Í eðli sínu eru kaupréttarsamningar og hlutabréfakaup áhættufjárfesting, jafnvel þótt kaupin séu að vissu leyti þáttur í atvinnurekstri,“ segir hann og bætir við að ívilnanir samkvæmt 65. grein tekjuskattslaga um lækkun á tekjuskattsstofni vegna tapaðs hlutafjár vegna vissra aðstæðna nái ekki til þess. Skúli Eggert segir almennt tap samfélagsins mikið eftir að bankarnir þrír fóru í þrot og vegna aðstæðna í efnahagslífinu. Ekki sé því hægt að veita þeim ívilnanir sem hafi tapað á áhættufjárfestingum á borð við hlutabréfakaup. Þó sé meginreglan sú að ekki séu veittar ívilnanir vegna áhættufjárfestinga. „Þegar skerðingin er svo almenn þá er mjög óvíst að lagaákvæðin eigi við,“ segir hann.
Markaðir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira