Hætt við tónleika Nightwish 29. júlí 2008 03:45 Snorri segir tónleikahald of mikla áhættu. MYND/Arnþór Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst". Snorri H. Guðmundsson markaðsfræðingur er tónleikahaldarinn sem um ræðir. Hann segir gengisfall krónunnar hafa hækkað kostnað upp úr öllu valdi og samdráttinn í þjóðfélaginu gera mönnum ókleift að flytja inn millistór bönd. „Jafnvel þótt ég myndi fylla Höllina næði það ekki að dekka kostnaðinn. Ég hef verið að tala við þá í Laugardalshöllinni og á miða.is og það eru allir á þeirri skoðun að það sé stórhættulegt að halda tónleika núna og menn eru víst að bakka út í stórum stíl. En það hefði verið gaman að fá þau hingað." Snorri spáði reyndar fyrir um efnahagsskellinn 2006. „Ég vissi bara ekki að hann yrði svona stór." Hann segir aukaskattlagningu á útlent tónleikahald ekki hafa skipt sköpum í þessu máli. Hvernig bregst hljómsveitin við? „Bara mjög vel. Ég var svolítið stressaður að þau myndu verða fúl." Einn meðlima skrifaði Snorra: „Ég skil ástæður þínar algjörlega og við tökum þetta alls ekki stinnt upp. Það getur verið að við komum samt til Íslands í frí, ef við erum ekki að spila annars staðar. Ef það gerist þurfum við að hittast og fá okkur drykk saman." Snorri segir alla aðila sem að komu hafa veitt sér fullan stuðning. „Þeir hjá miða.is sögðust vera mjög fegnir yfir því að ég hafði bakkað út." Nightwish hafa að vera að gera það gott nýlega. DVD diskur þeirra, End of an Era, fór í platínum-sölu í Þýskalandi en diskurinn hefur selst í 50.000 eintökum. -kolbruns@frettabladid.is Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Snorri H. Guðmundsson þurfti að hætta við tónleika með þungarokkssveitinni Nightwish vegna ástands í efnahagslífinu. Finnska þungarokksveitin Nightwish mun ekki spila í Laugardalshöll þann 25. október eins og ætlað var. Á heimasíðu hljómsveitarinnar kemur fram að tónleikunum hafi „verið aflýst af tónleikahaldara, sem dró bókunina til baka í flýti áður en forsala hófst". Snorri H. Guðmundsson markaðsfræðingur er tónleikahaldarinn sem um ræðir. Hann segir gengisfall krónunnar hafa hækkað kostnað upp úr öllu valdi og samdráttinn í þjóðfélaginu gera mönnum ókleift að flytja inn millistór bönd. „Jafnvel þótt ég myndi fylla Höllina næði það ekki að dekka kostnaðinn. Ég hef verið að tala við þá í Laugardalshöllinni og á miða.is og það eru allir á þeirri skoðun að það sé stórhættulegt að halda tónleika núna og menn eru víst að bakka út í stórum stíl. En það hefði verið gaman að fá þau hingað." Snorri spáði reyndar fyrir um efnahagsskellinn 2006. „Ég vissi bara ekki að hann yrði svona stór." Hann segir aukaskattlagningu á útlent tónleikahald ekki hafa skipt sköpum í þessu máli. Hvernig bregst hljómsveitin við? „Bara mjög vel. Ég var svolítið stressaður að þau myndu verða fúl." Einn meðlima skrifaði Snorra: „Ég skil ástæður þínar algjörlega og við tökum þetta alls ekki stinnt upp. Það getur verið að við komum samt til Íslands í frí, ef við erum ekki að spila annars staðar. Ef það gerist þurfum við að hittast og fá okkur drykk saman." Snorri segir alla aðila sem að komu hafa veitt sér fullan stuðning. „Þeir hjá miða.is sögðust vera mjög fegnir yfir því að ég hafði bakkað út." Nightwish hafa að vera að gera það gott nýlega. DVD diskur þeirra, End of an Era, fór í platínum-sölu í Þýskalandi en diskurinn hefur selst í 50.000 eintökum. -kolbruns@frettabladid.is
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög