Bankahólfið: Hógværir 14. maí 2008 00:01 Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira
Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. Sigurjón Árnason bankastjóri upplýsti á uppgjörsfundi að minnst af þessu væru lán til hans og Halldórs J. Kristjánssonar. Þeir væru svo hógværir menn. Þetta væru að mestu lán til framkvæmdastjóranna og næmu nokkrum íbúðalánum, svo lág væri upphæðin. Hins vegar nema lán til bankastjórnar Landsbankans og félaga þeirra um 42 milljörðum króna. Í Kaupþingi er þessum tölum skellt saman og nam heildarupphæðin í lok mars rúmlega 35 milljörðum króna.Verra á útlenskuÞeir sem fjalla um íslensk efnahagsmál þekkja vel hversu snúið getur verið að fá æðstu stjórnendur í Seðlabankanum til að tjá sig um helstu álitaefni hverju sinni. Nú virðist hins vegar sem breyting hafi orðið á, en sá galli er þó á gjöf Njarðar að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin að tjá sig helst á útlensku um þessi mál og vísa svo öllu á bug sem meinlegum misskilningi þegar heim er komið. Frægt var viðtal í Börsen á dögunum við Eirík Guðnason þar sem hann virtist lýsa yfir miklum áhyggjum af íslenska fjármálakerfinu og fyrir helgi birtist þýskt viðtal við Arnór Sighvatsson, þar sem hann tjáði sig með svipuðum hætti og bætti við að upptaka evru myndi auka líkur á stöðugleika. Í báðum tilfellum kepptust stjórnendur Seðlabankans við að draga úr vægi ummælanna hér heima, með takmörkuðum árangri enda orðið æði stutt milli landa í fjölmiðlun nútímans og menn fá alltaf fréttir, hvort sem þær eru á útlensku eða íslensku …EvranÁsgeir Jónsson, hagfræðingur, sagði í málstofu í Seðlabanka Íslands í gær að lausafjárþörf íslensku bankanna væri í erlendri mynt en seðlaprentunarvald Seðlabanka Íslands væri í íslenskum krónum, sem hefðu takmarkað markaðshæfi utan Íslands. Af þeim sökum gætu íslenskir bankar ekki fengið sömu lausafjárfyrirgreiðslu hjá sínum seðlabanka og til dæmis bankar á evrópska myntsvæðinu. Lausafjáráhætta þeirra hlyti því að vera hærri. Besta lausnin á þessu er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en ekki einhliða upptaka evru.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Fleiri fréttir Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Sjá meira