Fleiri leiðir kunna að vera til Ingimar Karl Helgason skrifar 12. nóvember 2008 00:01 Lilja Mósesdóttir. „Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Í tillögum mínum er ekki gert ráð fyrir aðstoð sjóðsins. Fyrstu tveir liðirnir eru beinlínis í andstöðu við þær ráðstafanir sem þegar hafa verið kynntar á grundvelli áætlunar sjóðsins," segir Lilja Mósesdóttir hagfræðingur. Hún hefur lagt til áætlun í sjö liðum, meðal annars til að vekja athygli á því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leiði Íslendinga til að fara aðrar leiðir til að kljást við alþjóðlegu fjármálakreppuna en mörg önnur ríki geri, til að mynda Bandaríkjamenn og margar Evrópuþjóðir.„Þau lækka vexti og auka ríkisútgjöld með því að lána fyrirtækjum og heimilum sem standa illa."Lilja segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi alltaf gripið til þeirra skilyrða að neyða ríki til að hækka vexti til að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og að ríkissjóðir séu reknir hallalausir. Það sé þó ekki hægt vegna aukins atvinnuleysis, nema hækka skatta.„Margir hagfræðingar sem hafa rannsakað fjármálakreppur, telja að þessar aðgerðir, hækkun vaxta og skattahækkanir, verði til þess að dýpka kreppuna. Vaxtahækkunin þýðir að fleiri fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig, því þau ráða ekki við vextina."Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseigenda en heimila og fyrirtækja. „Vaxtahækkunin er til að mynda hugsuð til þess að reyna að halda fjármagni hér, án þess að skattleggja það."Lilja leggur meðal annars til að 60 prósenta skattur verði lagður á alla fjármagnsflutninga yfir tíu milljónum króna. Spurð um hvort það stæðist lög og alþjóðlegar skuldbindingar segist Lilja ekki vera löglærð. Hins vegar hafi verið gripið til slíkra aðgerða áður. „Það gerði Malasía árið 1997 til 98. Og það land kom einna best út úr fjármálakreppunni gangvart nágrannalöndum sínum og þurfti ekki að skuldsetja sig nærri jafn mikið, því ríkið þurfti síður á láni að halda til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann."Lilja telur enn fremur að þetta hefði takmörkuð áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga, því skortur á trúverðugleika gjaldmiðilsins hafi þegar haft slæm áhrif á þau mál. Allir sem vilji sjá, sjái að krónan falli um leið og hún fer á flot. „Um það eru fjölmörg dæmi, meðal annars frá Asíu, að vaxtahækkun dregur ekki úr útstreymi fjármagns í fjármálakreppu." Fjárfestar hugsi ekki rökrétt þegar ríki fari í gegnum fjármálakreppu. „Þeirra hugsun er að koma sér út, næstum hvað sem það kostar."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun