Íslenska landsliðið í tennis vann í dag 3-0 sigur á Namibíu í Davis Cup, heimsmeistarakeppninni í tennis, en deild Íslands fer fram í Armeníu.
Arnar Sigurðsson og Raj Bonifacius unnu sínar viðureignir í einliðaleik en auk þess unnu þeir Arnar og Andri Jónsson í tvíliðaleik.
Ísland er í 117. sæti heimslistans en mun væntanlega hækka sig eftir mótið. Namibía er í 109. sæti listans. Á morgun keppir Ísland við San Marínó sem lagði Rúanda í dag. San Marínó er í 113. sæti heimslistans.