Dagur eftir þennan dag 19. nóvember 2008 06:00 Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun