Fótbolti

Maradona erfiðasti andstæðingurinn

Maldini hefur verið í fremstu röð í meira en tvo áratugi
Maldini hefur verið í fremstu röð í meira en tvo áratugi NordicPhotos/GettyImages

Ítalska goðsögnin Paolo Maldini segir að Diego Maradona sé erfiðasti andstæðingur sem hann hafi mætt á löngum og glæsilegum ferli sínum sem knattspyrnumaður.

Maldini hefur unnið flesta titla sem í boði eru með AC Milan og ítalska landsliðinu, en hann hefur verið hjá Milan síðan árið 1985. Hann ætti því að hafa nokkuð góða yfirsýn yfir bestu sóknarleikmenn síðustu áratuga.

"Besti leikmaður sem ég hef mætt er Maradona. Hann er sá framherji sem hefur komið mér í mest vandræði á vellinum," sagði Maldini, en bætti við að Ronaldo hefði verið skæður á sínum tíma.

"Ronaldo var fyrirbæri á fyrstu tveimur árum sínum hjá Inter," sagði Maldini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×