Náttúruvernd 17. desember 2008 06:00 Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjanaframkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhversstaðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið til við virkjanaframkvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýtingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfisráðherra hefur nýverið lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun til næstu 5 ára. Samkvæmt tillögunni er friðuðum svæðum í náttúru Íslands enn fjölgað. Það er mikilvægt að við umgöngumst okkar víðfeðmu villtu náttúru af virðingu. Komandi kynslóðir þurfa að geta treyst því að geta nýtt ríkar náttúruauðlindir landsins og mikilvægar atvinnugreinar, s.s. ferðaþjónustu, sem byggja að miklu leyti á óspilltri og tignarlegri náttúru landsins. Á Íslandi verður náttúruvernd alltaf samspil nýtingar og friðunar náttúruauðlinda okkar til lands og sjávar. Framtíð þjóðarinnar byggist á skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við höfum á undanförnum árum sýnt gott fordæmi í þeim efnum. Fáum þjóðum hefur tekist betur upp við að viðhalda sterkum nytjastofnum hafsins. Á það við um okkar helstu fiski- og hvalastofna. Á landi höfum við þegar verndað u.þ.b. 20% alls landsins, um 19.500 ferkílómetra eða tæpar 2 milljónir hektara. Í samanburði myndi nýting á okkar helstu fallvötnum og háhitasvæðum til virkjanaframkvæmda spanna u.þ.b. 2% af landinu. Einhversstaðar liggur eðlilegt hlutfall milli nýtingar og verndunar og ekki verður annað sagt en að við höfum almennt látið náttúruna njóta vafans. Ekki má gleyma því að margar af okkar náttúruperlum og vinsælir ferðamannastaðir hafa orðið til við virkjanaframkvæmdir. Má þar m.a. nefna Elliðavatn, Bláá Lónið og Kárahnjúkavirkjun. Nú fer umrædd tillaga til umsagnar þeirra aðila sem gagnrýna munu hana m.a. út frá nýtingarsjónarmiðum. Það er þjóðinni mikilvægt að hlustað verði vel á þá gagnrýni og að tillit verði tekið til þeirra sjónarmiða sem þar munu koma fram. Það er ekki síður mikilvægt að þeir sem telja sig til forystu í umhverfismálum hafi í huga mikilvægi nýtingu náttúruauðlinda fyrir efnahag landsins og atvinnusköpun. Það hefur einkennt umræðu um þessi mál of mikið að þeir sem telja sig til forystu á þeim vettvangi hafa lítið verið til tals um mikilvæg nýtingarsjónarmið. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar