Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði 18. september 2008 09:05 Mynd/AFP Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira