Tilboð í Alitalia hangir á bláþræði 18. september 2008 09:05 Mynd/AFP Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hópur ítalskra fjárfesta, sem í síðustu viku lagði fram tilboði í ítalska flugfélagið Alitalia, hefur þrýst verulega á forsvarsmenn ítalskra verkalýðsfélaga og hefur hann gefið þeim frest til klukkan tvö í síðasta lagi að taka tilboðinu, sem hljóðar upp á einn milljarð evra, rúma 133 milljarða íslenskra króna. Dragist á langinn að taka ákvörðun í málinu ætla fjárfestarnir að draga tilboðinu til baka. Fimm verkalýðsfélög hafa gengist að tilboðinu en nokkur hafa lýst því yfir að tilboð fjárfestanna sé út í hött, að því er breska ríkisútvarpið hermir.. Alitalia hefur um árabil barist í bökkum og tapar nú orðið 2,1 milljón evra, jafnvirði 200 milljóna íslenskra króna, hvern einasta dag. Ítalska ríkið á 49 prósenta hlut í því og hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, lofað að hann muni gera allt sem í valdi hann stendur til að koma félaginu til hjálpar. Til stóð að evrópski flugrisinn KLM-Air France keypti flugfélagið fyrr á árinu. Viðræður runnu hins vegar út í sandinn vegna andstöðu verkalýðsfélaga við nauðsynlegar breytingar. Peningar flugfélagsins eru nú uppurnir og hafa stjórnendur farið fram á greiðslustöðvun þar sem fyrirtækið á ekki lengur til fyrir eldsneyti á vélarnar. Gangi tilboð fjárfestanna í geng mun Alitalia renna saman við Air One, næststærsta flugfélag Ítalíu. Reiknað er með því að eftir endurskipulagningu muni 12.500 manns vinna hjá sameinuðu flugfélagi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira